Te-sangíra
Hita skal 1 líter af svörtu tei (14 gr af tei eða 6 teskeiðar) og látið kólna.
Kreistið eina sítrónu og sigtið safann. Hýðið aðra sítrónu og eina appelsínu. Þegar gerð er stór uppskrift er einnig sett dós af ananas skorinn niður í bita, og settur í skál. Sítrónusafanum er blandað útí, hýðin af sítrónunni og appelsínunni. Ein ferskja er skorin niður og sett útí ásamt steinlausum vínberjum (hægt er að setja ávexti eftir smekk). Blandan er látin standa í klukkustund. Blandið saman teinu og ávaxtablöndunni. Sykur settur í glös ásamt klökum og te-sangríunni hellt yfir. Borið kalt fram.
Uppskrift barst í gegnum facebook.
Sendandi: Bjarney Lea Gudmundsdottir
You must be logged in to post a comment.