Te með kampavíni

Hitið ½ lítra af vatni í 90 gráður og 4 teskeiðar af tei settar útí. Teinu leyft að sjóða í 4 mínútur. Sykrað og sítrónusafi af hálfri sítrónu settur útí. Teið síðan látið kólna og 2 flöskur af kampavíni settar útí. Borið fram með sítrónu.


Uppskrift barst í gegnum facebook.
Sendandi: Bjarney Lea Gudmundsdottir