Spelti- og hafrabrauð

  • 3 dl speltimjöl
  • 3 dl haframjöl
  • 1 dl kúmen
  • 1 dl sólblóma, hörfræ eða graskersfræ, eða blanda.
  • 4 tsk lyftiduft
  • 4-5 dl létt ab-mjólk
  • 1 dl hunang


Þurrefnum blandað saman. Ab-mjólkin saman við og hnoðað vel. Betra að hafa deigið fremur blautt. Setja bökunarpappír og móta hleif. Bakað í 40 til 45 mín við 180 í blástursofni. Gott að dreifa fræjum yfir áður en bakað er.
dagur.net