Rækjurúllutertubrauð

  • 3 ¾ dl soðin hrísgrjón
  • 250 gr rækjur
  • 2 ½ dl þeyttur rjómi
  • 220 gr niðursoðinn aspas
  • 1 ½ dl rifinn ostur
  • 2 tsk karrý
  • 2 egg
  • 1 lítil dós mæjónes


1. Blandið saman mæjónesi, rjóma og eggjarauðum.
2. Sjóðið hrísgrjónin og kælið.
3. Blandið öllu út í mæjónesblönduna og setjið á rúllutertubotn.
4. Þeytið eggjahvítur og smyrjið utan á.
5. Bakið við 200°C þangað til rúllan er orðin ljósbrún, eða í u.þ.b. 15 mínútur.