Íslensk ostasæla
- 4-6 brauðsneiðar
- 1 stór rauð paprika
- 1 dós grænn aspas
- 1-12 teningar fetaostur í kryddolíu
- 12 svartar ólífur, steinlausar
- 50 gr rifinn ostur
- 2 msk smátt saxað, ferskt basil (einnig gott að nota graslauk)
- 1 ½ dl rjómi
- 1 dl léttmjólk
- Gráðostur eftir smekk
1. Rífið brauðið niður í eldfast mót.
2. Saxið papriku og aspas, og skerið ólífur í sneiðar.
3. Dreifið papriku, aspas, fetaosti og ólífum yfir brauðið.
4. Skerið gráðost í litla bita og dreifið yfir réttinn.
5. Stráið rifnum osti yfir.
6. Blandið saman rjóma & mjólk og hellið yfir réttinn.
7. Bakið við 200° í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til rétturinn hefur fengið fallegan lit.
You must be logged in to post a comment.