Kjúklingasúpa
- ca 3-4 kjúklingabringur (uþb 1 kg.)
- 2 stk rauðar paprikur
- 1 stk púrrulaukur
- 1 dl (+/-). Sweet chilli sause
- 4 stk. gulrætur
- 6 msk gular baunir
- 1 askja rjómaostur (400 gr)
- 6-7 dl kjúklingasoð (vatn + 1-2 teningar kjúklingakraftur)
- 1 peli rjómi
- 2 msk karrý
- 0,5- 1 tsk pipar
Gulrætur skornar smátt og steiktar á pönnu.
Paprika og púrran skorin á meðan og jafnframt létt steikt. Allt sett í stóran pott og geymt.
Síðan er kjúklingurinn skorinn í hæfilega bita og steiktur ca. 5 mín á pönnunni.
Skuttlað út í pottinn.
Síðan er soðinu komið til á pönnunni og osturinn leystur upp í því.
chilli sósunni sullað saman við
og að síðustu rjómi og krydd.
Öllu svo vel heitu sullað yfir allt gummsið í pottinum. Honum komið
fyrir á hellunni heitu þar sem pannann er nú búin að þjóna sínum tilgangi.
Suðu er náð á ný og súpan er tilbúin þegar allt hefur sæst og súpan hefur
gengið góða áferð.
Smakkið til og þynnið ef of þykk. Einnig má setja minna
af chilli sósunni og bætt svo út í ef þurfa þykir.
Alveg í lokin mega svo gulu mais baunirnar fljóta með!(Fyrir ca. 4-6)
You must be logged in to post a comment.