Ananasostakaka
Botn:
- 100 gr smjör
- 1 dl púðursykur
- Tæpur pakki af Haust hafrakexi
Fylling:
- 300 gr rjómaostur
- 2 tsk vanilludropar
- ¾ bolli sykur
- 1 dós ananaskurl (millistærð)
Ofan á:
- Sítrónufrómas eða ananasfrómas (búin til úr pakka eftir leiðbeiningum)
- 1 peli rjómi (þeyttur)
Smjör og púðursykur brætt saman, setjið mulið hafrakexið saman við og látið í form, aðeins upp á kanta, og látið kólna í ísskáp.
Hrærið saman rjómaost vannilludropa sykur og ananas og setjið á botninn, kælið í ísskáp.
Frómas og rjóma blandað saman og sett yfir ostakökuna.
You must be logged in to post a comment.