Sælgætisostakaka
- 2 bollar Homeblest mylsna
- 75-100 gr smjör (brætt)
- 500 gr rjómaostur
- 6-8 msk kaffilíkjör (Kahlúa)
- 150 gr mulið Mars (eða Daim, Snickers, Rommý)
- 5 dl þeyttur rjómi ( ½ lítri)
- (2-3 matarlímblöð)
Mylsnan og smjörið er blandað saman. Sett í form og þjappað vel í botninn. Rjómaosturinn þeyttur og líkjörinn settur út í.
Mars sett útí, rjóminn settur saman við og kælt.
Kakan er mjúk og ef bætt er í matarlími verður hún stíf.
Mætti setja 2-3 blöð af matarlími.
You must be logged in to post a comment.