Einföld eplakaka

  • 200 g hveiti
  • 200 g sykur
  • 200 g brætt smjörlíki
  • 4 epli/Botnfylli af rabarbara
  • Kanilsykur
  • Salthnetur
  • Saxað súkkulaði/súkkulaðirúsínur


Hnoðið deighráefnin saman. Kælið það síðan í ísskáp. Skerið eplin/rabarbarann smátt og setjið í eldfast mót, stráið vel af kanilsykri yfir (~6 msk). Myljið deigið yfir eplin, stráið svo salthnetum, söxuðu súkkulaði og súkkulaðirúsínum yfir, að lokum set ég smá deig og kanilsykur þar yfir. Bakið í ofni við 170°C í 40 mín. Borið fram með vanilluís.