Dísudraumur

1.

  • 4 gul epli í bita (70/30 epli/bananar ef vill)
  • 200 gr. suðusúkkulaði niðurbrytjað
  • 150 – 200 gr. döðlur (brytja í litla bita)

2.

  • 100 gr. sykur
  • 100 gr. kókosmjöl
  • 150 gr. hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2 egg


Aðferð:
Þurrefni (nr.2) blandað saman. Best að nota þeytara. Síðan er eggjunum bætt útí þurrefnablönduna og að lokum eplum, suðusúkkulaði og döðlum (nr.1).
Blandan sett í eldfast mót
Bökunartími:
Bakað við 160° í c.a. 30 mínútur.
Gott að bera fram með ís og/eða rjóma.
Þessi kaka/réttur er bilað hentugur þegar maður er t.d. í sumarbústað og hefur kannski ekki allt við hendina.