Tyrknesk baunasúpa
Baunasúpa frá Tyrklandi Fyrir 2-4
- 2 dl rauðar linsubaunir
- 1 meðalstór kartafla
- 2 gulrætur
- 1 laukur
- 2 grænmetisteningar
- 1 dós tómatpuré
- Mynta, þurrkuð eða fersk
- salt og pipar
Allt grænmetið er saxað niður mjög smátt. Setjið 1 lítra af vatni í pott og bætið við grænmetinu. Gott er að sjóða grænmetið þar til að það maukast og bæta svo baununum við þar sem þær þurfa styttri tíma. Bíðið þar til suðan kemur upp, lækkið hitann og látið krauma í 20 til 40 mínútur. Tómatmaukinu er því næst bætt við og svo myntunni. Salt og pipar eftir smekk. Anna bendir á að einnig sé hægt að sleppa myntunni og setja 1œ dós af kókosmjólk út í ásamt kóríander og þá sé komin önnur góð súpa.
Fréttablaðið
You must be logged in to post a comment.