Humarsúpa
- 12 stk. humarhalar
- 23 msk. smjörlíki
- 1/2 stk. laukur
- 5 stk. hvítlauksgeirar
- 2 stk. sveppir
- 1/2 msk. tómatþykkni
- 1 tsk. paprikuduft
- 1/2 tsk. karrí
- 2 dl hvítvín
- 1,5 lítrar vatn
- 1 tsk. fiskikraftur
- 1 tsk. kjötkraftur
- smjörbolla (50 g smjörlíki og 50 g hveiti)
- 2 dl rjómi
Kljúfið humarhalana, fjarlægið görnina og takið fiskinn úr skelinni. Setjið skelina í pott og steikið í smjörlíki í 3 mín. við vægan hita. Afhýðið lauk og hvítlauk og saxið niður ásamt sveppum. Bætið lauk, sveppum, tómat þykkni, paprikudufti, karríi og hvítlauk út í og steikið áfram í 12 mín. Setjið hvítvín, vatn, fiski- og kjötkraft út í og sjóðið áfram í 3045 mín. Sigtið soðið og þykkið síðan með smjörbollu.
Hellið rjóma út í og hrærið í pottinum. Áður en súpan er borin fram eru þrír hráir humarhalar settir á hvern disk. Ef humarhalarnir eru stórir kljúfið þá og hafið á þykkt við grannan kvenmannsfingur. Hellið heitri súpunni yfir humarinn sem soðnar í heitri súpunni.
mbl.is
You must be logged in to post a comment.