Baquette brauð

  • 7 dl Vatn
  • 1,7L hveiti
  • 2 tsk salt
  • 25gr þurrger


Gerið er leyst upp í stórri skál smá hluta af vatninu og síðan er restinni hellt út í skálina. Allt hnoðað/hrært saman þangað til að við höfum fínan deigbolta. Setjið síðan plastfilmu yfir deigið og látið hefast í 4-5 tíma við stofuhita eða yfir nótt í kæli. Síðan er degið tekið og búin til 3 brauð, gott er að pennsla olíu á hliðarnar og strá svo smá hveiti yfir brauðið áður en það er bakað. Brauðið er svo bakað við 275°C í 15 mín.
Uppskrift barst í gegnum facebook.
Sendandi: Einar Lárusson