Frönsk lauksúpa

  • 4 laukar, skornir í sneiðar
  • 2 msk smjör
  • 2 msk ólífuolía
  • 2 1/2 msk hveiti
  • 1 1/2 l kjötsoð (vatn og teningur)
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 4 brauðsneiðar, ristaðar
  • 50 g rifinn ostur


Smjör og olía er sett í pott og laukurinn léttsteiktur þar til hann fær á sig gylltan blæ. Hrærið hveitið saman við og síðan kjötkraftinn. Látið súpuna sjóða í 10 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar. Setjið súpuna í fjórar súpuskalar. Leggið eina brauðsneið í hverja skál og setjið vel af rifnum osti yfir. Skálarnar eru því næsta settar í 250°C heitan ofn og súpan er bökuð í 10 mínútur. Súpan er borin á borð rjúkandi heit og osturinn á að vera bráðinn.