Austurlenskur grænmetispottréttur

 • 3 matskeiðar grænmetiskraftur
 • 1 græn paprika, sneidd
 • 2 meðalstór zucchini, sneidd
 • 2 meðalstórar gulrætur, sneiddar
 • 2 sellerí stangir, sneiddar
 • 2 meðalstórar kartöflur, skornar í teninga
 • 400g niðursoðnir tómatar í dós
 • 1 teskeið chilli pipar
 • 2 matskeiðar kúmen duft
 • 400g kjúklingabaunir
 • Salt
 • Svartur pipar
 • Mynta


1. Hitið grænmetiskraftinn í stórum potti þar til sýður og bætið þá við papriku, zucchini, gulrótum og sellerí. Hrærið í 2-3 mínútur þar til grænmetið fer að mýkjast.
2. Bætið við kartöflum, tómötum, chilli pipar, myntu og kúmeni. Bætið kjúklingabaunum við og bíðið eftir suðu.
3. Minnkið hitan og látið malla í 30 mínútur eða þar til allt grænmetið er mjúkt. Saltið og piprið og skreytið með myntu.
Í staðin fyrir kjúklingabaunir má einnig nota nýrnabaunir.