Kókoskaka með berjum

  • 100 g gróft kókosmjöl
  • 200 g hrásykur
  • 200 g smjör, mjúkt
  • 4 stk egg
  • 100 g hveiti
  • ca. 250 g frosin berjablanda


Kókosmjöl og sykur sett í matvinnsluvél. Smjör og egg sett saman við og unnið í gott deig. Látið síðan hveitið saman við og vinnið saman, en ekki of mikið. Setjið deigið í 22 cm form og berin yfir degið. Bakið við 175° C í ca. 45 mín. Kakan er mjög góð ylvolg með þeyttum rjóma en einnig góð köld.