Kókoshringur

  • 200 g smjör
  • 4 stk egg
  • 200 g sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 100 g hveiti
  • 100 g kartöflumjöl
  • 1 tsk lyftiduft
  • 125 g kókosmjöl

Toppur:

  • 200 g súkkulaði
  • 2 msk smjör
  • Ca 2 msk kókosmjöl


Smjörið brætt. Egg og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst ásamt vanilludropum. Setjið saman hveitið, kartöflumjölið og lyftiduftið og sigtið útí þeytinguna. Blandið þessu varlega saman með sleikju. Setjið brætt smjörið saman við og blandið rólega með sleikjunni, setjið kókosmjölið í restina og hrærið varlega saman. Látið í 26 cm bökunarform og bakið við 180°c í ca 50 mín.
Toppur:
Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði. Þegar súkkulaðið er farið að glansa er það sett yfir kalda kökuna. Kókosmjöl sett strax yfir svo það festist í súkkulaðinu. Kælið þar til súkkulaðið hefur storknað.