Kjúklingabaunaréttur

  • 1 laukur
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 1 dl rúsínur
  • 1 dl apríkósur (þurrkaðar)
  • 600 g niðursoðnir tómatar
  • 1 msk hnetusmjör
  • 1 tsk Garam Masala
  • 2 dl eplasafi
  • 2 dl vatn
  • 1 bolli kjúklingabaunir
  • 2 msk sítrónusafi
  • salt og pipar, ef vill
  • 1 dl cashew hnetur


Baunirnar eru lagðar í bleyti í sólarhring, soðnar í 1 klst og soðinu svo hellt af. Saxið lauk og hvítlauk og léttsteikið í olíu. Ávextirnir brytjaðir og þeim bætt á pönnuna ásamt tómötunum, hnetusmjöri, Garam Masala, eplasafa og vatni. Látið sjóða saman í ca. 20 mín. Baununum blandað saman við réttinn á pönnunni og hitað vel. Að síðustu er sítrónusafanum bætt út í ásamt salti og pipar. Hnetunum er svo stráð yfir réttinn.