Graskersbrauð

Graskersbrauð
  • 2 stór egg
  • 300 gr. púðursykur eða hrásykur
  • 1 dl. olía
  • 300 gr. hveiti
  • 2 tsk. matarsódi
  • 1 ½ tsk. kanill
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. negull
  • ½ tsk. múskat
  • 480 gr. grasker
  • 200 gr. döðlur, klipptar í 3-4 bita
  • 100 gr. valhnetur, gróft saxaðar


Þeytið saman egg, sykur og olíu. Sigtið þurrefni saman í skál og bætið síðan út í eggjaþeytinginn. Setjið maukað grasker saman við og blandið döðlum og valhnetum út í.
Hægt er að nota niðursoðið grasker eða ferskt. Ef þið notið ferskt grasker er gott að skera það í bita og sjóða í vatni þar til það er mjúkt og síðan mauka í matvinnsluvél.

Ég hef látð nægja að skafa innan úr graskerinu með skeið, það er svolítið verk, en það er hægt nota aldinið þannig beint í baksturinn.

Hitið ofninn í 175 gráður og bakið í 80-90 mínútur.