Sigtibrauð

  • 2 pilsner 33 cl (6 1/2 dl) við stofuhita,
  • 1 bréf þurrger,
  • 1 tsk. salt,
  • 1 kg sigtimjöl.


Hella pilsner í skál, geri og salti stráð yfir, bíða í 10 min. Mjölið sett útí smám saman. Hnoða deigið og láta hefast í 1 klst.
Hnoða aftur og móta tvö brauð, setja á plötu og láta hefast í 1/2 klst. Pensla með vatni og strá smá mjöli ofaná. Baka neðst í 200° heitum ofni í ca 30 – 35 min.
Uppskrift barst í gegnum facebook.
Sendandi: Edda Elísabet Kjerúlf