Mangó/Ritz Kjúlli
- 2. Sætar kartöflur
- 1 poki Spínat c.a 100 gr.
- 1 krukka fetaostur
- 3-4 kjúklingabringur
- 15-20 stk af Ritz kexi
- Mango Chutne
Sætar kartöflur skornar í c.a 1 cm sneiðar ( alls ekki of þykkar) og settar í botn á eldföstu móti.
Spínatið sett yfir kartöflurnar og feta ostur og ólían sett yfir spínatið. Bringurnar skornar niður og brúnaðar á pönnu gott að krydda með kjúklingakryddi einni krukku af Mango Chutney blandað saman við og sett yfir. 15-20 stk af Ritz kexi mulið yfir.
Bakað í ofni á 200 ° í 15 min og svo sett álpappír yfir ( mjög mikilvægt) og sett aftur inn í ofn í 20-30 min.
Gott er að stinga með prjóni í sætu kartöflurnar til að kanna hvort þær séu ekki orðnar mjúkar, ef ekki bæta þá aðeins við tímann.
Borið fram með salati og hvítlauksbrauði og jafnvel hrísgrjónum!
You must be logged in to post a comment.