Ástfanginn kjúklingur

Fyrir þrjá:

  • 3 kjúklingabringur
  • 1 poki ferskt taglitelle pasta (fyrir þrjá)
  • Parmesan ostur
  • Smjörklípa

Marinering

  • 3 hvítlauksgeirar (saxaðir)
  • 200gr sólþurkaðir tómatar
  • Olía úr einni krukku (af sólþurkuðum tómötum)
  • Hálf lúka af ferskum basil
  • Salt og pipar


Innihaldið í marineringuna er skorið smátt. Bringurnar látnar marinerast í sirka tvo tíma. Bringurnar eru svo látnar í eldfast mót og bakaðar í ofni (sirka 20mín). Á meðan er marineringin hituð á pönnu og smjörklípu bætt útí. Safinn sem kemur af bringunum fer út í marineringuna (þarf ekki að láta allan). Pastað er soðið samkvæmt leiðbeiningum og svo látið á fat og kjúklingnum raðað yfir og marineringunni svo hellt yfir. Parmesan ostur rifinn yfir og skreytt með basil og jafnvel kirsuberjatómötum