Kjúklingabitar í rommkryddlegi
- 2 kjúklingar eða ca. 2,2 kg bitar
- 4 msk. dökkt romm
- Safi úr 2 lime-ávöxtum
- 3 vorlaukar
- 2 msk. sojasósa
- 3 hvítlauksrif
- 1 tsk. timjan
- 2 tsk. karrí
Setjið kjúkling í ílát. Fínsaxið laukinn og skerið hvítlaukinn í bita.
Blandið saman rommi, lime-safa, sojasósu, lauk og hvítlauk. Kryddið með timijan og karríi. Hellið leginum yfir kjúklinginn og látið standa í ísskáp yfir nótt ( a.m.k. 12 klst.)
Forhitið ofninn í 175°C. Bakið kjúklinginn í 45 mínútur eða þar til rétturinn er fallega brúnaður. Snúið kjúklingnum nokkrum sinnum við meðan á steikingu stendur. Skreytið réttinn með lime-sneiðum og þurrkuðu timjan. Hrísgrjón eða bakaðar kartöflur eru góðar með þessum rétti.
You must be logged in to post a comment.