Kjúklingastrimlar í beikon- og sveppasósu

  • 4 kjúklingalæri
  • hveiti
  • 2 msk. olía
  • 1 laukur, saxaður
  • 4 beikonsneiðar, saxaðar
  • 150 g sveppir skornir í sneiðar
  • ½ bolli hvítvín eða sítrónuvatn
  • 2 ½ dl kjúklingakraftur (teningur og vatn)
  • 1 tsk. estragon (fáfnisgras)
  • salt og pipar eftir smekk
  • 2 dl matreiðslurajómi
  • 3 vorlaukar, saxðir


Skerið kjúklingalærin eða bringurnar í bita, veltið bitunum upp úr hveitinu og brúnið í olíunni á djúpri pönnu eða í potti. Bætið lauknum og beikonbitunum út í og steikið þar til það fer að brúnast. Bætið sveppunum út í og steikið í 2-3 mínútur. Hellið hvítvíninu og kjúklingakraftinum út í og kryddið með estragoni, salti og pipar. Hellið rjómanum út í og hitið að suðumarki. Stráið vorlaukum yfir og berið réttinn fram með kartöflum eða hrísgrjónum og salati.