Grænmetissúpa

  • 1/4 haus blómkál
  • 4-6 stk gulrætur
  • 1/4 haus spergilkál
  • 2 laukar
  • 1 sæt kartafla
  • 1 græn paprika
  • 4 kartöflur
  • 1-2 lítrar vatn
  • 1 dós sataysósa stór
  • kjúklingakraftur
  • salt og pipar


Skerið grænmetið i litla bita og steikið. Hellið vatninu yfir og sjóðið i 30-35 mín. Hellið sataysósunni yfir, setjið smá kraft og maukið með töfrasprota. Má setja meira vatn eða minna, eftir smekk. Svo bara helling af brauði.