Engifersúpa

  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 1 tsk. karrí
  • 4 hvítlauksrif, marin
  • 3-5 cm fersk engiferrót, smátt söxuð
  • 500-600 g gulrætur, saxaðar gróft
  • 1 lítri kjúklinga- eða grænmetissoð
  • 1 lítil dós kókosmjólk (165 ml) (má sleppa)
  • salt og grófmalaður pipar
  • ferskt kóríander (ef vill)
  • límónusafi ( ef vill)


Hitið ólífuolíuna í potti við miðlungshita og mýkjið lauk, hvítlauk og engifer í henni í nokkrar mínútur. Kryddið með karríi. Bætið síðan soðinu og gulrótunum útí og látið malla við vægan hita í um 25 mínútur. Setjið síðan súpuna í matvinnsluvél eða notið töfrasprota beint í pottinn og maukið. Bætið þá kókosmjólkinni saman við en við það að hafa hana í uppskriftinni verður súpan silkimjúk og kremkenndari. Gott er að strá ferskum kóríanderlaufum og setja nokkra dropa af límónusafa yfir hverja skál þegar súpan er borin fram.