Engifersúpa
- 2 msk. ólífuolía
- 1 laukur, smátt saxaður
- 1 tsk. karrí
- 4 hvítlauksrif, marin
- 3-5 cm fersk engiferrót, smátt söxuð
- 500-600 g gulrætur, saxaðar gróft
- 1 lítri kjúklinga- eða grænmetissoð
- 1 lítil dós kókosmjólk (165 ml) (má sleppa)
- salt og grófmalaður pipar
- ferskt kóríander (ef vill)
- límónusafi ( ef vill)
Hitið ólífuolíuna í potti við miðlungshita og mýkjið lauk, hvítlauk og engifer í henni í nokkrar mínútur. Kryddið með karríi. Bætið síðan soðinu og gulrótunum útí og látið malla við vægan hita í um 25 mínútur. Setjið síðan súpuna í matvinnsluvél eða notið töfrasprota beint í pottinn og maukið. Bætið þá kókosmjólkinni saman við en við það að hafa hana í uppskriftinni verður súpan silkimjúk og kremkenndari. Gott er að strá ferskum kóríanderlaufum og setja nokkra dropa af límónusafa yfir hverja skál þegar súpan er borin fram.
You must be logged in to post a comment.