Súkkulaðiostaterta
- 14 stk haustkex
- 1/4 tsk kanill (blandaður sykri)
- 100 gr bræddur smjörvi
- 1/4 lítri rjómi
- 2 eggjahvítur
- 250 gr rjómaostur
- 1 dl sykur
- 2 eggjarauður
- 100 gr súkkulaði
Aðferð
Kexið er mulið og brætt smjörið og kanilinn er sett saman við. Setjið svo í botninn í form. Rjóminn er þeyttur og eggjahvíturnar stífþeyttar. Rjómaosturinn er hrærður með sykri og eggjarauðum. Súkkulaðið er brætt og sett saman við. Síðast er rjómanum og hvítunum bætt í. Þetta er sett ofan á kexbotninn Skreytt með jarðaberjum.
You must be logged in to post a comment.