Blúndulengjur
- 200 g smjör
- 2 1/2 dl sykur
- 6 dl haframjöl
- 2 msk hveiti
- 3 msk síróp
- 2 msk rjómi
- 150 g suðusúkkulaði
Hitið ofninn í 200 °C. Bræðið smjörið í potti og hrærið sykri, haframjöli, hveiti, sírópi og rjóma saman við. Breiðið deigið út á plötu klædda bökunarpappír. Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 15 mín. Kælið. Skerið kökuna í bita. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og dýfið einu horni hvers kökubita ofan í. Látið kólna á smjörpappír.
You must be logged in to post a comment.