SÖRUR
Þetta er þreföld uppskrift. Nánast idot-proof 🙂
Botnar
- 600 gr möndlur (með eða án hýðis=smekksatriði)
- 9 dl flósykur
- 8-9 eggjahvítur
Krem:
- 5 eggjarauður
- 1 1/2 dl sykur
- 1 1/2 dl vatn
- 300 gr smjör ( mjúkt ekki bráðið )
- 2 – 2 1/2 msk kakó
- 2 1/2 tsk kaffiduft (t.d neskaffi) má sleppa.
- 2 tsk kalt vatn
suðusúkkulaði
Botnar:
1. Eggjahvíturnar stífþeyttar. Hafið eggin við stofuhita, þá lyftast kökurnar betur.
2. Möndlurnar malaðar í matvinnsluvél og hrærðar saman við flórsykurinn.
3. Möndlublöndunni blandað varlega saman við eggjahvíturnar.
4. Sett á plötu með teskeiðum eða rjómasprautu (ekki hafa stútinn á).
5. Bakað við 180°c í blástursofni, í 10 mín
Krem:
1. Vatn og sykur látið sjóða saman í ca 10 mínútur. Látið kólna í smástund.
2. Eggjarauður stífþeyttar
3. Blandið sykurlausninni (sírópinu) saman við eggin og þeytið vel á meðan. Látið kólna aðeins ef á þarf að halda.
4. Þeytið smjörið saman við og þeytið þar til allir kekkir hverfa.
5. Bætið kakói út í.
6. Leysið upp kaffið í vatni (má vera kalt vatn), hellið saman við kremið og þeytið vel.
7. Látið inn í ísskáp til að kæla
8. Smyrjið svo á botnana eða sprautið á með sprautupoka.
9. Hjúpið með suðusúkkulaði sem brætt er yfir vatnsbaði, setjið smá olíu út í, hún kemur í veg fyrir að súkkulaðið “svitni”.
Ef kremið skilur sig þá þarf að þeyta það lengur.
You must be logged in to post a comment.