Frönsk-íslensk fiskisúpa
- 450 g ýsuflök
- 4 meðalstórar kartöflur
- 2 laukar
- 1 tsk. fennelfræ
- 2 msk. smjiir
- 1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
- 1 lítri vatn
- 1 teningur fisk- eða grænmetiskraftur
- 2 tsk.salt
- hvítur pipar ef tir smekk
- 1/2 tsk. timian
- 2 hvítlauksrif
- safi i úr 1 appelsinu
- hökkuð steinselja
Byrjið á því að skræla kartöflurnar og skerið þær í teninga afhýðið laukinn og hvítlaukinn og saxið smátt. Kartöflurnar, laukurinn og fennelfræ er kraumað í smjörinu í potti. Þegar laukurinn er orðmn mjúkur er vatninu hellt í pottinn, ásamt kryddinu, tómötunum og grænmetis- eða fiskkraftinum (teningi eða dufti). Þá er súpan látin malla í u.þ.b. 25 mín. Skerið ýsuflakið niður í bita (hver svipaður að stærð og vænn sykurmoli), fiskurinn settur út í súpuna og látinn sjóða í henni í 4 mín. Hræriö ekki í súpunni á meöan. Slökkvið þá á hellunni en látið pottinn standa á henni. Kryddið
súpuna ef með þarf. Þá er appelsinusafanum hrært út í súpuna og hnefa af hakkaöri steinselju stráð yfir. Súpan er borin fram í pottinum ásamt góðu brauöi, t.d. hvítlauks-
brauði.
You must be logged in to post a comment.