Pastasalat með baunum

  • 250 gr pasta
  • 1 dós smjörbaunir / kjúklingabaunir
  • 1 askja kirsuberjatómatar
  • 1 stk avokadó
  • 1 stk púrrulaukur
  • 2-3 hvítlauksrif
  • fersk basilika
  • salt og svartur pipar


1. Sjóðið pastað samkv. leiðbeiningum á pakkanum.
2. Skolið og sneiðið púrrulaukinn, skerið avókadó í teninga og tómatana í helminga. Hakkið basilikuna gróft.
3. Hitið olíuna á pönnu og snöggsteikið púrrulaukin ásamt hökkuðum/pressuðum hvítlauk.
4. Látið renna af og skolið bauninrnar (Líka hægt að leggja baunir sjálfur í bleyti).
5. Bætið avókadóinu, tómötunum og baununum út á pönnuna og rétt velgið.
6. Blandið saman pastanu, basilikunni, heita grænmetinu og baununum.
7. Kryddið með salt og pipar. Einnig gott að bragðbæta með svolítið af chilliflögum.
Berið fram með brauði.