Gnocchi

(fyrir 8)
Hráefni:

  • 1 kg. kartöflur
  • 1 egg
  • 300 gr. hveiti
  • Salt og pipar
  • Ólívuolíu


Sjóðið kartöflurnar með smá salti.
Látið vatnið renna af og skrælið.
Stappið þær vel og bætið egginu og tvær handfyllir af hveitinu við.
Saltið og piprið smá.
Hrærið allt saman.
Takið afganginn af hveitinu og hnoðið kartöfludegið upp. Deigið á að vera þétt í sér, en ekki stíft.
Skerið 1/6 af deginu, rúllið út í langa, mjóa “pylsu” og skerið í um tveggja cm. langa bita.
Endurtakið við allt degið.
Hér þarf að hafa hraðar hendur, því degið á ekki að ná að kólna mikið.
Passið að bitarnir sem þið skerið af, límist ekki saman, heldur séu aðskildir.
Takið stórann pott, fyllið af vatni og setjið 3 tsk. af grófu salti í hann.
Látið suðuna koma upp og setjið Gnocchi bitana út í.
Gott er að setja ekki of marga þar sem þá er meiri hætta á að þeir festist saman.
Sjóðið í 2 mínútur eða þar til bitarnir fljóta (hægt er að fyrsta eldað gnocchi og geymist það í 3 mánuði. Ef það er fryst þarf að sjóða það í 6-7 mínútur þegar það er tekið úr frysti).
Þegar bitarnir eru tilbúnir fljóta þeir upp á yfirborðið og þá er hægt að veiða þá upp úr með sigti eða fiskispaða.
Hristið vatnið vel af þeim, setjið í stórt fat, “sprinklið” ólívuolíu yfir þá og hristið vel.
Borðið með góðri sósu, hakki eða sem meðlæti í staðinn fyrir kartöflur og hrísgrjón.
Hér er hlekkur á kennslumyndband um Gnocchi.