Kjúklingabringur með gráðosti
Fyrir 4
- 4 úrbeinaðar kjúklingabringur
- 50 g rjómaostur
- 50 g gráðostur
- ljóst brauðrasp
- 2 egg
- Salt, pipar, hvítlaukur og olía til steikingar.
Fletjið úrbeinaðar kjúklingabringurnar þunnt með buffhamri. Blandið saman rjómaostinum og gráðostinum. Setjið 25 grömm af ostablöndunni á hverja kjúklingabringu, brjótið þétt saman um miðju og festið með tannstönglum. Þeir sem eru lagnir með hníf geta skorið rauf á kjúklingabringurnar og sett ostinn þar inn í. Hrærið eggin og setjið kryddið út í. Veltið bringunum upp úr eggjum og raspi. Steikið í olíunni þangað til að þær eru fallega brúnar beggja megin. Berið fram með kryddsmjöri, hrísgrjónum og fersku salati.
Þetta er sérréttur á la Erla og ég myndi helst vilja borða þetta daglega.
You must be logged in to post a comment.