Sinnepslegnar kjúklingabringur
Fyrir 4
- 4 vænar bringur
- Dijonsinnep
- Matarolía
- Muldar hnetur
Ég elska einfalda rétti. Og þessi er engin undantekning.
Fyrsta vers er að hræra c.a. 1 matskeið af matarolíunni út í eina krukku af Dijon sinnepi. Og bringunum velt uppúr, eða smurðar með því. Gott að gera þetta daginn áður og láta liggja í. Síðan má strá muldu hnetunum yfir alla bitana og grilla þá. Ekki flókið :o) en mjög gott.
You must be logged in to post a comment.