Marens með karamellusósu
- 5 eggjahvítur
- 2 dl. sykur
- 2 dl. púðursykur
- 1 tesk. maizenamjöl
- 1 tesk. lyftiduft
- 3 dl. rjómi
Karamellusósa:
- 120 gr. smjör
- 120 gr. púðursykur
- 1 tesk. vanilludropar
- 1/4 dl. rjómi
Eggjahvítur stífþeyttar ásamt sykri, maizenamjöli og lyftidufti. Mótaðir tveir botnar sem eru bakaðir við 130° í 1 1/2 klukkustund og síðan látnir kólna með ofninum.
Smjör og púðursykur brætt saman í potti. Vanilludropum og rjóma bætt saman við og látið sjóða í nokkrar mínútur.
Marensbotnarnir lagðir lagðir saman með þeyttum rjómanum. Karamellusósan kæld og síðan hellt yfir.
fanneysuppskriftir
You must be logged in to post a comment.