Ostakaka með bláberjaskyri

  • 1 pk. hafrakex
  • 1 pk. Homblest súkkulaðikex
  • 200 g smjör
  • 200 g rjómaostur
  • 1 peli rjómi, þeyttur
  • ½ bolli flórsykur
  • lítil dós bláberjaskyr


Kexið er mulið saman við smjörið og sett í kringlótt form. Rjómaostur og flórsykur er þeytt saman í tvær mínútur. Bláberjaskyrið er hrært varlega saman við þeytta rjómann.
Blöndurnar eru síðan hrærðar saman og helt yfir kexið. Skreytt með nýjum ávöxtum, t.d. kiwi eða bláberjasultu eða bláberjagraut.
Ostakakan er kæld í ísskáp áður en hún er borin á borð.