Avocado Gúmmelaði
- 2 avocado
- 1 grænt epli
- handfylli fersk mynta
- safi af einni límónu
- 2 tsk. hunang
- 2 msk. kókosolía
- fersk ber til skrauts
Setjið avocado í matvinnsluvél. Skrælið og kjarnhreinsið eplið og bætið út í. Síðan er myntunni, límónusafanum, hunanginu og kókosolíunni bætt út í og blandað vel í matvinnsluvélinni. Smakkið blönduna og ef ykkur finnst hún of súr getið þið bætt meira hunangi út í. Setjið í lítil glös og kælið í smá stund í ísskáp. Skreytið síðan með berjum þegar á að bera þetta fram. Einnig má gera þetta deginum áður og geyma þá í ísskáp.
You must be logged in to post a comment.