Lambalifur með eplum

Haustið er tími berja og ferskra kjötafurða. Innmatur og slátur fylgir haustinu. Lambalifur er í miklu uppáhaldi hjá mér og á haustin borða ég mest af henni.
Það er alveg á mörkunum að það taki sig að skrá þetta því svo einfalt er að matreiða lifur.
Þetta dugar vel fyrir 2

  • 4-500 gr. Lambalifur
  • 1 grænt epli
  • Salt eftir smekk
  • Svartur pipar (mulinn) eftir smekk
  • Hveiti
  • Soyjasósa

Lifrin er skorin í hæfilega bita sem og eplin.
Því næst kryddum við lifrina með salti og pipar og steikjum hana og eplin (grænu súru eplin verða sæt þegar þau eru elduð).
Lifur finnst mér best ef hún er ekki alveg 100% gegnum steikt. Hún þarf að vera örlítið bleik innst líkt og roastbeef, en það á ekki að leka blóð úr henni. Þannig er hún mjúk og góð.
Þegar lifrin er að verða klár má græja sósuna, mér finns best að setja 1-2 bolla af vatni út á pönnuna og hrista hveiti í smá vatni, hræra það svo út. Þá sulla ég soyjasósuni útí. Hún gefur allan þann lit sem þarf og kryddar sósuna til viðbótar.


Svo má að sjálfsögðu leika sé endalaust með þetta, t.d. setja líka gulrætur með.
Þetta er góð tilbreyting frá þessari hefðbundnu gegnsteiktu lifur með lauk og bacon.