Polenta með tómötum

  • 100g polenta (maísmjöl)
  • 4-6 dL vatn
  • 2-3 tómatar, helst vel þroskaðir
  • 1-2 msk ólífuolía
  • 70 – 100g rifinn ostur eða ferskur mozzarella
  • basilika
  • salt
  • nýmalaður pipar

Suðu er komið upp á 4 dL af vatni ásamt salti. Potturinn tekinn af hellunni og maísmjöli hellt mjög rólega út í. Hrært vel í á meðan til að forðast kekki. Látið malla í nokkrar mínútur og bætið í vatni ef þarf (á að vera dáldið þykkt). Smakkið til með salti og nýmöluðum pipar. Massanum er hellt í eldfast mót (á að vera ca 2 – 3 cm lag), tómötum í sneiðum raðað ofan á og olíu hellt yfir. Osti dreift yfir og þar ofan á basiliku. Bakað við 200°C í um 20 mín. Borið fram með fersku salati. Lang best er að nota ferskan mozzarella og ferska basiliku en hvaða ostur sem er dugir!! Öll uppskriftin inniheldur um 750 hitaeiningar 🙂
(Soffía)