Indverskur pottréttur
- 300 gr svínagúllas
- 1 stór bökunarkartefla
- 2 gulrætur
- ½ paprika
- 1 krukka Tikka masala frá Tilda
- ½ dór ananasbitar ásamt safa
- 1 grænmetisteningur
- 1 tsk mango chutney
- Rjómi ef vill
Brúnið kjötið vandlega í potti.
Kartefla skorin í teninga, gulrætur í sneiðar, paprika í bita og allt sett í pott ásamt sósu, ananas, ananassafa, grænmetisteningi og mango chutney.
Allt látið sjóða í 20 til 30 mín eða þar til kartefla og gulrætur eru mjúkar.
Þá er kjötið sett út í og rjómi ef han er notaður.
Borið fram með hrísgrjónum, naan brauði, gúrku-raitu og mango chutney.
You must be logged in to post a comment.