Kjöt í pestó

Fyrir 2.

  • 500 gr. Kjöt að eigin vali.
    Lang best er að vera með kjúklingabringur, nautakjöt eða lamb.
  • 1 krukka Rauð pestósósa
  • Blaðlaukur, eggaldin, ekki nauðsyn en gott með.
  • 2 hvítlauksrif, má sleppa.

Kjötið sem nota á er skorið í strimla u.þ.b. 1 cm þykka.
Hvítlaukurinn er marinn og honum hrært út í pestósósuna.
Kjötið er sett í sósuna og látið marinera í u.þ.b. 2 tíma í ísskáp (frábært að láta það vera lengur, jafnvel yfir nótt).
Grænmetið er sneitt smátt.
Öllu blandað saman í eldfastmót og sett inn í ofn á 180 gráður og haft þar í klukkutíma (eða eftir þörfum ef uppskriftin er stækkuð).
Borið fram með hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði.
Rósavín eða létt hvítvín fer vel með þessum rétti sama hvaða kjöt er notað.
Gott er að nota 1 krukku af pestó pr. 500 gr og 2 hvítlauksrif pr. krukku.
Reiknað er með 200-250 gr. af kjöti á mann.