Naan-brauð

  • 4 dl hveiti
  • ½ tsk matarolía
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk matarsódi
  • 1 ½ tsk ger
  • 1 ½ dl vel volgt vatn

Blandið öllu saman í skál. Látið lyfta sér í 20 mín á hlýjum stað. Rúllið í lengju skiptið í 8 bita og fletjið út með höndunum í u.þ.b ½ cm þykkar kökur.
Pikkið í þær með gaffli báðu megin. Hitið þurra pönnu á meðalhita og bakið brauðin á pönnunni á báðum hliðum þangað til þau hafa lyft sér og eru orðin brúnflekkótt.