Gróft brauð
- 600-700 g hveiti
- 200 g heilhveiti, Grahamsmjöl og heilhveiti til samans
- ½ -1 dl sesamfræ
- ½ -1 dl sólblómafræ
- ½ dl hörfræ
- 2 pakkar þurrger
- 2 msk sykur
- 1 msk salt
- 1 dl olía
- 5-6 dl heitt vatn (37°C)
Öllum þurrefnunum blandað saman og vætt í með vatninu. Hnoðað vel saman og látið hefast í 30 mínútur. Klútur breiddur yfir Hnoðað aftur og skipt í 2-3 brauð. Látið hefast aftur í 30 mínútur með klútinn yfir. Penslað með eggi eða mjólk. Gæta þarf þess að eggið eða mjólkin séu ekki köld.
Bakað við 250°C í ca. 25 mínútur
You must be logged in to post a comment.