Heimsins besta pizza

  • 7 dl Hveiti
  • 1/2 dl 3ja korna blanda
  • 1 1/2 tsk ger
  • 1 tsk salt
  • 1 msk sykur
  • 2 msk olía
  • 2 1/2 – 3 dl vatn

Hnoðað saman og látið hefast í 20 mín.
Gott er að láta þetta deig hefast í hrærivélaskálinni í heitu vatni með viskastykki yfir.
Hnoðað upp með smá hveiti, skipt í tvennt og flatt út á 2 bökunarplötur.
Ofan á þessa pizzu er gott að setja pizza pronto sósu og svo allt sem ykkur dettur í hug.
Bakist í ofni við 160° c í 30 mín, eða þar til osturinn er bráðnaður.