Villibráðasoð
- 1 kg bein, af hreindýri, rjúpu, önd eða gæs
- 1-2 gulrætur
- 1-2 laukar
- 2 sellerístangir
- 10 einiber
- 2-3 lárviðalauf
- 10 piparkorn
- salt
- salvía
- timian
Höggvið beinin smátt. Hitið olíu á pönnu og brúnið beinin ásamt grænmetinu við mikinn hita. Bindið kryddið inn í kryddpoka. Látið síðan bein , grænmeti, kryddpoka og vatn krauma róleg við vægan hita, fuglasoð í 2 klst., en hreindýrasoð í 4 klst. Reglulega þarf að bæta við vatni og fleyta froðu og fitu vel ofan af. Síið þá soðið gegnum sigti og sjóðið áfram þar til um helmingur er eftir.
Sleppa má hluta af vatninu og nota hvítvín eða rauðvín í staðinn, eftir því í hvaða sósu á að nota soðið. Einnig má bæta við fleiri tegundum af kryddi, t.d. negulnöglum, allrahanda eða rósmarín, einnig rauðvínsedik, afskurði af villisveppum o.fl.
You must be logged in to post a comment.