Gamaldags Grjónagrautur.
það er frekar einfalt að elda grjónagraut. Það virðist samt vefjast fyrir mörgum miðað við að þetta hefur verið eitt vinsælasta leitarorðið á síðunni.
Innihald
- 2 bollar hrísgrjón
- ½ ltr. vatn.
- 1-2 tsk salt
- ½-1 ltr. nýmjólk
- 1 bolli rúsínur
Aðferð
Þessi uppskrift ætti að duga fyrir 3-4 Gott er að skola hrísgrjónin örlítið, ekki nauðsynlegt. Grjónin eru sett í pottinn ásamt salti (gróft salt t.d.) og vatni sem þarf fljóta vel yfir. Hleypið upp suðu á pottinum en passið vel að lækka niður svo ekki sjóði upp úr og látið krauma í u.þ.b. 10 mín eða þar til mesta vatnið er upp urið. Þá er mjólkini bætt við í smá skömtum og hrært mjög reglulega. Notið mjólkina eftir smekk en reiknið með að það fari alveg upp undir 1 líter. nauðsynlegt er að hafa auga með grautnum þar sem hann getur auðveldlega brunnið við í botninn. Rúsínurnar eru svo settar út í á síðustu 10-15 mínútunum. Þeim má að sjálfsögðu sleppa.
Gott meðlæti er t.d. lifrarpylsa eða blóðmör og að sjálfsögðu kanilsykur út á.
You must be logged in to post a comment.