Heimalagað rauðkál
- ½ Stór rauðkálshaus
- 1 grænt epli
- 30 gr. smjör
- 2-3 msk rauðvínsedik
- 1 msk hindberjasaft
- salt
- pipar
- 1 stk. kanel stöng
- 5-6 stk. negulnaglar
Skerið rauðkálið niður og steikið í potti upp úr smjörinu. Flysjið eplið og takið kjarnann úr, saxið smátt og bætið út í ásamt restinni af hráefnum. Látið malla á vægum hita í 45-60 mín.
You must be logged in to post a comment.