Kotasælubollur
12 stk.
- 2 tsk þurrger
- 1 1/2 dl volgt vatn
- 1 dl kotasæla
- 4 dl hveiti
- 1/2 dl klíð eða fræ
- 1 tsk sykur (má sleppa)
- 1 msk matarolía
Leystu gerið upp í vatninu. Blandið saman við afganginn af hráefninu. Mótaðu 12 bollur úr deiginu. Penslaðu eða úðaðu vatni yfir bollurnar. Settu sesamfræ ofan á þær ef vill. Láttu bollurnar lyfta sér í hálftíma. Bakaðu bollurnar við 225°C í miðjum ofni í um 15 mínútur.
Svaka góðar volgar með smjöri og osti.
You must be logged in to post a comment.