Frönsk súkkulaðikaka

Frönsk súkkulaðikaka

Þetta verður seint talin hollustu kaka. En góð er hún.

  • 200 gr. smjör
  • 200 gr. suðusúkkulaði
  • 4 egg
  • 2 dl. sykur
  • 1 dl. hveiti

Bræðið í vatnsbaði súkkulaði og smjör. Þeytið eggin og sykurinn saman. Hrærið bráðnu súkkulaði og hveitinu út í þeyttu eggin með sleif eða sleikju. Bakið við 170 c° í 30 mín.

Krem:

  • 150 gr. súkkulaði
  • 60 gr. smjör
  • 2 msk. sýróp

Bræðið  smjörið og súkkulaðið í vatnsbaði að viðbættu sýrópinu. Látið kólna nokkuð áður en það er sett yfir kökuna.

Það er upplagt að skreyta kökuna með berjum, t.d. jarðarberjum, hindberjum eða jafnvel blæjuberjum. Jafnvel smá flórsykri.