Graskers og banana muffins

 • 400 g grasker
 • 200 g heilhveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 0,5 tsk salt
 • 2 tsk kanill
 • 1 tsk múskat
 • 2 msk kókosolía
 • 1 msk agavesíróp
 • 1 egg
 • 100 g  hrásykur
 • 1 stór banani
 • 75 g valhnetur eða pecanhneturGraskerið afhýtt og fræhreinsað, skorið í grófa bita og sett í pott.   Látið vatn fljóta vel yfir og sjóðið í um 15-20 mínútur þangað tigraskerið er orðið mjúkt.  Hellið vatninu af, látið kólna og maukið síðan í matvinnsluvél.  Heilhveiti, lyftiduft, negull, kanill og salt sigtað saman í skál og hrært vel.  Bananar maukaðir og settir útí skálina með graskersmaukinu ásamt eggi, agavesírópi og kókosolíu, allt hrært vel.  Graskersblöndunni er síðan helt útí skálina með heilhveiti blöndunni og hrært varlega í.  Valhnétur saxaðar smátt og settar samanvið.  Helt í muffinsform og bakað við 180°C í 20-25 mínútur.